Borgarleikhúsið

Hljóðverk Evu Rúnar í Our Future Stories verður frumflutt í dag

14 jan. 2021

Hljóðverk Evu Rúnar í Our Future Stories, Í leit að tengingu, verður frumflutt í dag, þann 13. janúar, kl. 17. Heyra má hljóðverkið hennar hér.


Eva Rún Snorradóttir, annað leikskálda Borgarleikhússins, er meðal sjö norrænna leikskálda sam valin voru til þátttöku í verkefninu Our Future Stories á vegum Scandinavian American Theater Company í New York. Leikskáldin sjö fengu það verkefni að skapa hljóðverk sem takast á við stöðu, hlutverk og framtíð leikhúss á hamfaratímum – jafnt í heilsufarslegum sem samfélagslegum og pólítískum skilningi. Hvaða áhrif hefur heimsfaraldur og nýleg barátta fyrir samfélagslegum umbótum og réttlæti á þær sögur sem leikhúsið segir?

Our Future Stories er hluti af #UN75, margþættum samtalsvettvangi sem mótaður var af Sameinuðu þjóðunum í tilefni af því að 75 ár eru liðin frá stofnun samtakanna. #UN75 hefur að markmiði að ýta undir samtal á öllum sviðum mannlífsins um sameiginlega framtíð og gildi mannkynsins.

Í leit að tengingu

"Ég fór með upptökutæki og hringdi dyrabjöllunum í nokkrum blokkum í Reykjavík. Ég vildi ekki vera of undirbúin. Þegar fólk opnar sig þýðir ekki að vera undirbúin, þá gildir bara að hlusta. Markmiðið var að taka stöðuna á einmannaleika í borginni." Eva Rún Snorradóttir.

Tónlist: Steindór Ingi Snorrason

Takk: Halla Þórlaug, Eva Björk, Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, Christian Titus hljóðmaður, Borgarleikhúsið og viðmælendur mínir.

Eva-Run-hofundamynd