Borgarleikhúsið

Upptaka frá kynningarfundinum

4 sep. 2018

Nú er hægt að horfa á upptöku frá öllum kynningarfundinum sem haldinn var sunnudaginn 2. september á Stóra sviði Borgarleikhússins. Þar fór Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri, yfir komandi leikár og sagði frá þeim leiksýningum sem verða í boði auk þess sem leikstjórar og leikarar valinna verka sögðu nánar frá vinnu sinni.
 

Þá sungu þau Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem leikur í sýningunum Elly, Matthildur og Sýningin sem klikkar, og Páll Óskar Hjálmtýsson, sem leikur í Rocky Horror, lögin Ramóna úr leikritinu Elly og Nú held ég heim úr Rocky Horror við góðar undirteknir áhorfenda.

Hægt er að horfa á allan fundinn í spilaranum hér að neðan.

Kynningarfundur