Borgarleikhúsið

  • Hvíta tígrisdýrið

Hvíta tígrisdýrið - nýtt ævintýraleikrit

13 jan. 2023

Hvíta tígrisdýrið er spennandi ævintýraverk um þrjú börn sem finna óvænt hugrekki til að mæta hættum sem leynast í skuggunum. 

Hvíta tígrisdýrið er nýtt barnaleikrit sem sett er upp af leikhópnum Slembilukku í samstarfi við Borgarleikhúsið. Gírastúlkan, Klakadrengurinn og Ósýnilega stúlkan búa uppi á háalofti undir ógnarstjórn Konunnar með kjólfaldinn. Þau dreymir um að komast burt, en lykillinn að frelsinu er vel falinn. Hvíta tígrisdýrið er dularfullt ævintýraverk um þrjú börn sem finna óvænt hugrekki til að mæta hættum sem leynast í skuggunum.

Sýningin er fyrir gesti frá sex ára aldri en hentar einnig þeim allra hugrökkustu undir sex ára.

Gagnrýnendur keppast þessa dagana við að hrósa Hvíta tígrisdýrinu enda dásamlegt nýtt barnaleikrit.