Borgarleikhúsið

  • Umbúðalaust - Í fréttum er þetta helst

Í fréttum er þetta helst

1 feb. 2023

Í verkinu „Í fréttum er þetta helst“ rannsakar sviðslistahópurinn Bein útsending sviðsetningu fréttaflutnings og hvernig hún birtist í fagurfræði, formi, nálgun og umgjörð. Frumsýning 2. febrúar! 

Niðurstöður hópsins verða kynntar áhorfendum á sviði, í beinni útsendingu, þar sem ekkert má klikka. Verkið er hluti af Umbúðalausu sem er vettvangur Borgarleikhússins þar sem ungt sviðslistafólk fær tækifæri og frelsi til þess að þróa hugmyndir sínar.