Javor Gardev leikstýrir Caligula

29 jún. 2020

Borgarleikhúsið er svo ljónheppið að fá til liðs við sig næsta vetur einn fremsta leikhúslistamann Austur-Evrópu – hinn búlgarska Javor Gardev – sem kemur hingað til lands til að leikstýra Caligula.

 Sýningar Gardev hafa slegið í gegn víða um heim og hlotið fjölda viðurkenninga. Þykir hann jafnvígur á sígild verk Shakespeares og Tsjekhovs og verk samtímaleikskálda á borð við Thomas Vinterberg eða Tracy Letts. Með Javor opnast dyr inn í töfraheima Austur-Evrópska leikhússins sem er þekkt fyrir framsækni og djörfung þar sem hinar ólíku sviðslistir – myndlist, leiklist, tónlist og dans fá allar að blómstra.

Caligula verður sett upp á næstkomandi leikári í samstarfi við Íslenska dansflokkinn.