Borgarleikhúsið

  • Joladagatal

Jóladagatal Borgarleikhússins

1 des. 2020

Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1.- 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum.

Sögur, söngur og tónlist, fróðleikur, grín og gleði á hverjum degi fram að jólum frá Borgarleikhúsinu beint til þín. Jóladagatal Borgarleikhússins verður sýnilegt á Facebook og Instagram síðu leikhússins og að auki verður glugginn alltaf aðgegngilegur á visir.is.

Gluggi 1. desember hefur að geyma hann Einar, en mörg börn kannast við hann úr leikritinu Jólaflækju sem sýnt hefur verið í Borgarleikhúsinu undanfarin jól. Hér kemur hann í heimsókn í leikhúsið og kennir okkur hvernig best sé að skreyta fyrir jólin – enda sérlegur áhugamaður um jólin og jólaskraut.

1. desember

Gleðilega aðventu, kæru landsmenn. Njótið glugganna í Jóladagatali Borgarleikhússins. Við hlökkum svo ósegjanlega til að taka á móti ykkur þegar sýningarfært verður – þangað til verið glöð og farið vel með ykkur.