Borgarleikhúsið

Jólaþrenna Jómfrúarinnar!

18 nóv. 2022

Smørrebrød frá Jómfrúnni hafa slegið í gegn í Borgarleikhúsinu og nú er hafin sala á sérstakri Jólaþrennu! Jólaþrennan er í boði frá miðjum nóvember og út desember. 


Margir fara í leikhús á aðventunni og var því ákveðið að kynna sérstaka Jólaþrennu Jómfrúarinnar í Borgarleikhúsinu sem verður í boði frá miðjum nóvember og út desember. Segja má að í Jólaþrennunni sé brot af því besta og var hún sett saman af yfirmatreiðslumeistara Jómfrúarinnar.

Jólaþrennan samanstendur af snittum með graflaxi, reyktri önd og hamborgarhrygg og mun án efa gleðja gesti leikhússins nú á aðventunni.