Borgarleikhúsið

  • Krakkar skrifa Leiklistarskolinn

Krakkar skrifa í Borgarleikhúsinu

1 feb. 2021

Síðastliðinn fimmtudag, þann 28. janúar voru tvö glæný leikrit eftir krakka frumsýnd á Nýja sviði Borgarleikhússins, það voru verkin Skrímslalíf eftir Eyþór Val Friðlaugsson og Tímaflakkið mikla eftir Júlíu Dís Gylfadóttur, Kristbjörgu Kötlu Hinriksdóttur og Þóreyju Hreinsdóttur.

Verkefnið Krakkar skrifa er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og KrakkaRÚV og er hluti af verkefninu Sögur, verðlaunahátíð barnanna. Skrímslalíf og Tímaflakkið mikla unnu til verðlauna og nemendur á lokaári í Leiklistarskóla Borgarleikhússins sáu um að ljá persónum verkanna líf í leikstjórn Emelíu Antonsdóttur Crivello.

Skrímslalíf fjallar um mannsbarnið Sigurð sem fæðist óvænt inn í heim skrímsla. Sigurðar þarf að sýna hugrekki til þess að geta barist fyrir friði og réttlæti. Í Tímaflakkinu mikla fylgjumst við með tvíburasystrunum Írisi og Ídu sem uppgötva tímavél ömmu sinnar og fara á tímaflakk. Þær ferðast inn í framtíðina og sjá hvað mannfólkið hefur gert jörðinni en þær ferðast líka til ársins 1918 þegar Spænska veikin geisaði.

Uppselt var á sýningarnar en KrakkaRÚV var á staðnum og tók þær upp, hér má nálgast þær:
Skrímslalíf
Tímaflakkið mikla

leiklistarskoli

Leikstjóri: Emelía Antonsdóttir Crivello
Leikgervi og aðstoð við leikstjórn: Halla Björg Randversdóttir
Leikmynd og búningar: Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Lýsing og tækni: Elmar Þórarinsson
Tónlist og hljóðmynd: Þórður Gunnar Þorvaldsson
Sýningarstjóri: Christopher Astridge

Leikarar:
Aníta Erla Lísudóttir
Atli Svavarsson
Emilía Álfsól Gunnarsdóttir
Ingdís Una Baldursdóttir
Kári Baldursson
Kristjana Thors
Salka Ýr Ingimarsdóttir
Stefán Örn Eggertsson
Tómas Aris Dimitropoulos
Ragnheiður Lovísa Gunnsteinsdóttir