Borgarleikhúsið

Krakkar skrifa leikrit í Borgarleikhúsinu

30 nóv. 2021

Miðvikudaginn 17. nóvember voru tvö glæný leikrit eftir krakka frumsýnd á Litla sviði Borgarleikhússins. 

Það voru verkin Álfrún álfkona eftir Oktavíu Gunnarsdóttur og Undarlega Eikartréð eftir Bergrós Níelsdóttur og Kolfinnu Stefánsdóttur.

Verkefnið Krakkar skrifa leikrit er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og KrakkaRÚV og er hluti af verkefninu Sögur verðlaunahátíð barnanna. Nemendur á lokaári í Leiklistarskóla Borgarleikhússins ljáðu persónum verkanna líf undir dyggri stjórn Ylfu Aspar Áskelsdóttur og Bergdísar Jóhannsdóttur.

Álfrún álfkona fjallar um tvær vinkonur sem lenda í skrautlegum ævintýrum þegar þær flækjast inn í helli sem reynist heimili danselskandi diskó-álfa. Stúlkunum reynist þrautinni þyngra að sleppa burt áður en þeim verður breytt í stein.

Í Undarlega Eikartrénu fylgjumst við með vinum sem þurfa að sýna mikið hugrekki þegar þau lenda í landinu Lingklang þar sem vond norn hefur tekið völdin og þegnar landsins þurfa hjálp við sigra hana.

Uppselt var á sýningarnar en KrakkaRÚV var á staðnum og tók þær upp og verða þær aðgengilegar á vef KrakkaRÚV fljótlega.

Undarlega Eikartréð
Höfundar: Bergrós Níelsdóttir og Kolfinna Stefánsdóttir
Leikstjóri: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Leikarar: Anna Margaríta Ólafsdóttir, Arnór Orri Atlason, Arnþrúður Karen Viktorsdóttir, Emilý Sigurrós Halldórsdóttir, Eva Alice Devaney, Ísabel Dís Sheenan, Isolde Eik Mikaelsdóttir, Júlía Ósk Steinarsdóttir, Kristján Árni Ingólfsson, María Pála Marcello, Salka Þorgerður J. Stelludóttir, Sölvi Freyr Helgason og Þóranna Sturludóttir.

Álfrún Álfkona
Höfundur: Oktavía Gunnarsdóttir
Leikstjóri: Ylfa Ösp Áskelsdóttir
Sviðshreyfingar: Emelía Antonsdóttir Crivello
Leikarar: Anna María Tryggvadóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Hjörtur Hlynsson, Írena Rún Jóhannsdóttir, Kamilla Inga Ellertsdóttir, Magnús Sigurður Jónasson, Ólöf Halla Jóhannesdóttir, Sigurrós Soffía Daðadóttir, Úlfhildur Júlía Stephensen, Yrsa Maren Haraldsdóttir og Þórunn Jónsdóttir

Krakkar skrifa Leikrit
Verkefnastjórn: Emelía Antonsdóttir Crivello og Halla Björg Randversdóttir
Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir
Lýsing: Ingi Bekk
Hljóð: Ísidór Jökull Bjarnason
Sýningarstjórn: Þórey Selma Sverrisdóttir
Sviðsmaður: Fróði Þórðarson
Ljósmyndir: Leifur Wilberg
Kynnar: Katla Líf Drífu-Louisdóttir og Tómas Aris Dimitropoulos

Samstarfsaðilar: List fyrir alla og Krakkarúv