Borgarleikhúsið

  • Kristjana Milla

Kristjana Milla ráðin sem mannauðsstjóri

31 ágú. 2020

Borgarleikhúsið hefur ráðið Kristjönu Millu Snorradóttur til starfa sem mannauðsstjóra

Milla er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) og B.Sc. í iðjuþjálfunarfræðum. Áður starfaði hún sem mannauðs- og rekstrarstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og var þar áður mannauðsstjóri hjá Nordic Visitor.

Milla segir virkilega spennandi að ganga til liðs við Borgarleikhúsið á þessum tímapunkti: „Mér finnst þetta heillandi umhverfi og ég hlakka til að verða hluti af líflegum vinnustað þar sem fólk með ólíkan bakgrunn vinnur saman að því að skapa upplifanir og töfra.“

„Það er einstakt gleðiefni að Milla sé komin í okkar raðir. Hér er á ferð reynslumikil, jákvæð og sérlega vönduð manneskja sem mun hjálpa okkur að bæta og móta til framtíðar. Það skiptir öllu máli að utan um heildina sé vel haldið. Við bjóðum Millu hjartanlega velkomna og hlökkum til samstarfsins.“ er haft eftir Brynhildi Guðjónsdóttur, leikhússtjóra Borgarleikhússins.