Borgarleikhúsið

Leikhúskaffi - Óskaland

26 sep. 2024

Þann 1. október bjóða Borgarleikhúsið og Borgarbókasafnið í Kringlunni upp á sameiginlegt leikhúskaffi.

Leikhússkaffið er skemmtilegur viðburður fyrir öll sem hafa áhuga á leikhúsi. Það hefst á Borgarbókasafninu Kringlunni þar sem Hilmir Snær Guðnason leikstjóri segir frá sýningunni Óskaland. Í kjölfarið verður farið samferða yfir á Stóra svið Borgarleikhússins þar sem leikmyndin verður skoðuð og boðið upp á umræður og spurningar fyrir áhugasama. 

Gamanleikritið Óskaland verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 11. október næstkomandi. Óskaland er dásamlega fyndið og heiðarlegt verk um fjölskylduflækjur og kynslóðabil.

Gestum leikhúskaffis býðst 10% afsláttur af miðaverði á sýninguna.