Borgarleikhúsið

Leikrit Tyrfings Tyrfingssonar þýtt á frönsku

17 feb. 2021

Leikrit Tyrfings Tyrfingssonar, Helgi Þór rofnar, hefur verið þýtt á frönsku og kemur út nú í vor hjá Éditions l‘Espace d‘un instant. Raka Ásgeirsdóttir og Séverine Daucourt þýddu verkið, en þetta er þriðja leikrit Tyrfings sem þær þýða á frönsku.


Helgi Þór rofnar
var frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í janúar 2020 í leikstjórn Stefáns Jónssonar. Sýningin hlaut fimm tilnefningar til Grímunnar – Íslensku sviðslistverðlaunanna og hreppti Tyrfingur verðlaunin fyrir leikrit ársins. Tyrfingur var leikskáld Borgarleikhússins 2013 og auk leikritsins Helgi Þór rofnar hafa fjögur önnur verka hans verið sýnd í Borgarleikhúsinu: Skúrinn á sléttunni (2013), Bláskjár (2014), Auglýsing ársins (2016), og Kartöfluæturnar (2017).

Verk Tyrfings hafa nú verið þýdd á sex tungumál: Ensku, þýsku, ítölsku, pólsku og dönsku auk frönsku.