Borgarleikhúsið

Leitin að Emil og Ídu

8 jún. 2021

Prufurnar fyrir Emil og Ídu hafa gengið stórkostlega, en um 1200 börn sóttu um. Það er búið að vera einstaklega gaman að hitta öll þessi hæfileikaríku börn.


Nú eru tuttugu og fjögur dásamleg börn komin í þriðju og síðustu umferð í leitinni að Emil og Ídu. Þau eru öll einstaklega hæfileikarík og erfitt verður fyrir listræna stjórnendur verksins að velja úr hópnum. Gert er ráð fyrir að tilkynna þau sem verða fyrir valinu á föstudag.

Erum afar spennt að finna systkinin í Kattholti!