Listi yfir 500 atriði sem leikhúsgestum finnst frábær

17 des. 2018

Þegar leikritið Allt sem er frábært var frumsýnt í september var leikhúsgestum gefinn kostur á því að skrifa á gulan miða það sem þeim finnst frábært og setja það á vegg í anddyri hússins. Þetta var gert til að líkja eftir plakati sýningarinnar þar sem Valur Freyr Einarsson, eini leikari sýningarinnar, stendur fyrir framan vegg sem er þakinn gulum miðum. 

Í sýningunni, sem hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur bæði gesta og gagnrýnenda, gerir aðalpersóna sögunnar einmitt lista yfir allt sem er frábært í heiminum og þess virði að lifa fyrir. Nú þremur mánuðum síðar er veggurinn orðinn yfirfullur en ennþá bætast við miðar eftir hverja sýningu. 

Síðar var þessi veggur einnig settur upp á Facebook og fólki gefinn kostur á því að skrifa á stafrænan gulan miða og kjósa sinn uppáhalds. Fjölmargir miðar voru einnig settir á þennan stafræna vegg og sá miði sem fékk flest atkvæði var miði Ólöfar Snæbjargar Guðmundsdóttur. Á honum stóð ´Norðurljósin á stjörnuríku vetrarkvöldi´. 

Hérna má sjá lista yfir þessi 500 atriði:
A Star is Born
Að anda
Að baka
Að bera á sig krem eftir sund
Að borða morgunmat með barnabörnunum
Að borða nýsteiktar kleinur
Að borða smákökur, drekka heitt kakó og horfa á jólamynd
Að borða snjó
Að brosa
Að brosa til ókunnuga
Að búa á Íslandi
Að dansa
Að dansa uppi á sviði í Rocky Horror
Að deila draumum sínum með ástvini
Að eiga afmæli
Að eiga drauma
Að eiga góða fjölskyldu og vini
Að eiga gott frændfólk
Að eiga heimili
Að eiga klónaðan sám úr fljótshlíð
Að eiga leikhúskort
Að eiga mömmu á tíræðisaldri
Að eiga son sem er með down-syndrome og er algjör gullmoli
Að eiga traustan vin
Að eiga ungmenni sem eru hraust og hafa sloppið í gegnum vitleysu unglingsáranna
Að eignast barn
Að elska
Að elska og vera elskaður á móti
Að elska sig þrátt fyrir örin
Að eyða í stærðfræði
Að fá A í prófi þegar allir aðrir falla
Að fá að eldast
Að fá að hitta Jesú
Að fá að vera maður sjálfur
Að fá barnapössun
Að fá bros
Að fá fría uppfærslu í Saga Class í yfirbókaðri flugvél
Að fá frítt far úr bænum
Að fá góðan svefn
Að fá gott á prófi
Að fá hrós
Að fá meira útborgað en þú gerðir ráð fyrir
Að fá virkilega geðhjálp, ást og stuðning frá fjölskyldu og vinum
Að fara á kvöldin í sund
Að fara á skíði
Að fara á talsetningar námskeið
Að fara á trillu
Að fara í bað
Að fara í fjárhúsin á vetrardegi
Að fara í heitan pott í hundslappadrífu
Að fara í kósý sokka
Að fara í leikhús
Að fara úr brjóstarhaldaranum eftir langan dag
Að fara úr buxunum þegar maður kemur heim
Að fara úr skónum
Að fatta hversu mikið hið andlega skiptir meira máli en hið hlutlæga
Að finna frelsið inni í mér
Að finna hjartað slá
Að finna hreyfingar í móðurkvið
Að finna sálufélaga sinn
Að ganga í náttúrunni
Að gefa gjöf sem gleður
Að gefa hrós
Að gefa rósir
Að gefast ekki upp þótt að móti blási
Að geta ferðast til allra landa sem þig langar að heimsækja
Að geta klætt mig á morgnanna og háttað á kvöldin
Að gleðja
Að grafa tærnar í mjúkan sandinn á heitum sumardegi
Að hafa engin plön
Að hafa góða heilsu
Að halda að það sé sunnudagur þegar það er í raun laugardagur
Að haldast í hendur
Að heyra lag sem fangar nákvæmlega hvernig manni líður
Að hlægja í leikhúsi
Að hlæja
Að hlæja með barnabarninu
Að hlæja þar til tárin streyma niður kinnarnar
Að hlusta á hlaðvörp
Að hlusta á tónlist í botni
Að horfa á flugvélar
Að horfa á Máva fljúga
Að horfa á norðurljósin
Að hreyfa sig
Að klára verkefni
Að knúsa barnabarnabörnin
Að knúsa hund
Að koma fram á sviði
Að koma heim
Að koma heim og það er óvænt búið að taka til
Að koma heim úr fríi
Að kúra
Að kúra undir sæng í vondu veðri
Að kveikja á kertum á vetrarkvöldi
Að kyssast á rauðu ljósi
Að labba uppá Heimaklett
Að labba út úr síðasta prófi annarinnar
Að láta draumana rætast
Að láta gilla á mér hárið og hálsinn
Að leggja sig
Að leggjast undir kalda sæng
Að leggjast upp í rúm eftir langan dag
Að leika í leikriti
Að lesa góða bók
Að líða vel í eigin skinny
Að lifa í herlausu landi
Að lifa í núinu
Að lifa lengi
Að liggja í sólbaði á tene
Að liggja úti á teppi úti á túni, uppí sveit og hlusta á rólega tónlist.
Að losna við hellu
Að moka vikri á CAT 340F í Powermode skóflu
Að ná markmiðum
Að njóta augnabliksins
Að nota hæfileika þína til að koma fólki í gott skap
Að pissa eftir að maður er búin að vera í spreng lengi
Að samgleðjast öðrum
Að segja “Ég elska þig” í fyrsta sinn
Að sjá barn fæðast
Að sjá hvolpa fæðast
Að sjá rós springa út
Að slaka á eftir langan dag
Að slaka á í pottinum
Að snúsa
Að sofa í hreinum rúmfötum
Að sofa út
Að sofa út á mánudegi og borða nammi
Að sofa út um helgar
Að sofna í tjaldi á meðan það rignir
Að spila á gítar
Að spila á hornið
Að spila í lúðró
Að spila með afa
Að spila tónlist og ryksuga
Að svæfa lítið barn
Að syngja
Að syngja eins og enginn sé morgundagurinn
Að syngja í kór
Að syngja með systur sinni
Að syngja þangað til þú verður rámur
Að tína ber
Að tjalda
Að trúlofa sig
Að vakna aftur og aftur
Að vakna heilbrigð hvern morgunn
Að vakna snemma
Að vakna um miðja nótt og átta sig á því að þú getur sofið lengur
Að vakna úthvíld á sunnudagsmorgni
Að vakna við börnin
Að vakna við fuglasöng
Að vera ástfangin
Að vera berfætt
Að vera einn í sundklefanum
Að vera elskuð
Að vera fullkomlega ófullkomin
Að vera í rúminu og hlusta á regnið dynja á þakinu
Að vera jákvæð
Að vera leikari
Að vera lengi í sturtu
Að vera lita systir
Að vera með góðu fólki
Að vera til
Að vera vegan
Að verða gömul og eiga kött
Að verja sunnudegi í náttfötum
Að þekkja Val Frey
Afi
Africa með Toto
Akureyri
Algebra
Allt sem er frábært
Amma
Andrés syrpur
Anime
Appelsín
Appelsín með lakkrísröri
Árbæjarskóli
Ari Eldjárn
Ástin
B5
Bað
Bækur
Bakvið tjöldin
Ballet
Bardagaíþróttir
Barnabörnin
Barnshlátur
Beyonce
Biblían
Bingó kúlur
Bíó
Bjartar júnínætur
Bjór
Bjór með góðum vinum.
Björgvin Franz
Bjössi Stefáns
Blár sleikjó
Borðtennis
Borgarleikhúsið
Börnin Mín
Box
Bragðarefur
Brakið í snjónum á kyrrlátu og köldu kvöldrölti
Brasilískt Jiu-Jitsu
Breiðablik
Bros barna í morgunsárið
Brynju ís
Bubbi Morthens
Creep með Radiohead
Crossfit Grandi
Dansa á stóra sviðinu
Disney myndir
Djamm
Dolan twins
Dota 2
Drekka kakó undir sæng í vondu veðri
Eden Hazard
Ég
Eiginkonan mín
Eignmaðurinn
Einfaldlega að vera til og njóta þess
Einn svell kaldur
Elly
Emma Watson
Epli með hnetusmjöri
Faðmlag
Færeyjar
Fallegt sólarlag
Feðradagur
Ferskt loft
Finna sannleikan
Fjallgöngur
Fjölskyldan
Fjölskyldustundir
Flauta
Flotþerapí
Fortnite
Fótbolti
Frakkland
Fulgar í borginni
Fullnæging
Fullveldisdagur Íslendinga
Fyrsti kaffibolli dagsins
Fyrsti snjórinn
Gæludýrin
Game of Thrones
Gauragangur
Gay-pride
Góð heilsa
Góð stund með góðum vinum
Góð vinátta
Góðir félagar
Góðir nágrannar
Góður ostur
Góður söngleikur
Golf
Gönguferðir
Göngutúr
Göngutúr á haustin
Göngutúr með ástinni
Gott veður
Gott viðmót
Gráta saman
Greifa pizza
Grjónagrauturinn hennar mömmu
Grótta
Gucci
Guð
Gulir miðar fyrir góðar hugmyndir
Guns ´N´ Roses
Hafa það kósý í náttfötunum með súkkulaði og góða bók á Jóladag
Hamilton
Hamingja
Handbolti
Haraldur Ari
Harðfiskur með smjöri
Harry Potter
Haustið
Haustsól
Havarti ostur
Heit blöð, nýkomin úr prentaranum.
Heitur pottur að horfa á stjörnurnar
Helgafrí
Hestheimar
Hjálpsamt fólk
Hjartasteinn
Hjóla
Hjónabandið
Hjörtu skrifuð í snjóinn á bílnum
Hláturkast með vinkonum
Hlý sæng
Höfuðnudd
Hola í höggi
Hundar
Hunger Games
Huppuís
Hvað lífið kemur sífellt á óvart
Hver nýr morgunn
Hvítvín
Hvítvínið í ísskápnum
Í ljósi sögunnar
ÍBV
Ilmurinn eftir rigninguna
Ís
Ís með dýfu
Ís með jarðaberjum
Ísafjörður
Ískaldur jólabjór með vinum uppi í bústað
Ískalt sódavatn
Ísland og fegurð þess
Íslenskan
Ítalía
Jákvætt hugarfar
Jazz tónlist
Jennifer Aniston
Jesús
Jóga
Jólahefðir
Jólalögin með Baggalúti
Jólasnjór
Jólin
Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar
Justin Bieber
KA
Kærleikur
Kaffi
Kakóbolli eftir góðan göngutúr í snjónum
Kaldi potturinn
Kalt íslenskt vatn
Katrín Halldóra
Kertaljós
Kettir
Kettlingar
KFC
Kindur
Kisur
Kjúklingur
Klifra
Knús
Knús frá barnabörnum
Körfubolti
Krafs á bakið eða handleggin
Kvikmyndir
Kvöldfréttirnar
Kynlíf
Lakkrís
Landinn á Rúv
Landsliðið
Leikhúslíf
Leiklist
Leti þegar þú átt það skilið
Lífið
Lion King
Listdanskólinn
Ljós úr sal í upphafi sýningar
Logn
Lömb
Löng bílferð
Lummur
Lyktin að nýslegnu grasi
Lyktin af basil
Lyktin af útiþurkuðum þvotti
Lyktin úti þegar það er nýhætt að rigna
Maggi Mix
Mamma og pabbi
Manchester United
Mane, Salah og Firmino
Mangó
Mannréttindi
Mánudagspizza
Marvel
Matarboð
Matur
Megas
Memes
Merrel Twins
Messi
MH
Miðflokkurinn
Minecraft
Mistök
Mjólk
ML
Mömmuknús
MS
Mýs
Nammi
Náttúran
Norðurljósin á stjörnuríku vetrarkvöldi
Ný ævintýri
Ný tækifæri
Nýir sokkar
Nýtt brauð
Oktoberfest í Munchen
Ólafsvík
Óvænt skilaboð frá gömlum vini
Páll Óskar
Parkour
Perlufesti
Píanó tónlist
Piparnóakropp
Pizza
Pönnukökurnar hennar ömmu
Pony
Prjóna
Ræktin
Rauðvín og ostar
Rennibrautir
Rennilás á skóm
Reykjavík
Ristað brauð með marmelaði
Ristað brauð með smjöri og osti
Rocky Horror
Samvera
Samvinna
Savasana
Selfoss
Shaun Mendes
Sigga Kling
Silja
Sítrónuís
Sjálfstæði
Sjóðheit sturta
Skátar
Skíði
Skilyrðislaus ást
Skítamórall
Skreytt jólatré
Skvass
Sleikjó
Smitandi hlátur
Snjór
Sólarupprás
Sólin
Sólríkt haustveður
Spilverk þjóðanna
Stærðfræði
Stanley Kubrick myndirnar
Steikt ýsa
Stjörnur
Strumparnir
Súkkulaði
Súkkulaðikaka, jarðaber og ís
Sumarið
Sumarnótt
Sund
Sundlaugarnar okkar
Súpa
Sushi
Svefn
Sveitin
Te
Teikna
Tennis
The Shawshank Redemtion
Tilfinningin í hjartanu þegar ég veit að mínum nánustu líður vel
Tim Curry sem IT
Tónlist
Tunglsljós
Ukulele
Uppáhaldslagið í útvarpinu
Upplifa návist annarar manneskju
Útivist
Útlönd
Útsýnið úr eldhúsglugganum mínum
Valdimar Guðmundsson
Valur Freyr
Varðeldur
Vatn
Vesturbæjarlaug
Veturinn
Viking Mix
Vinátta
Vindurinn í fangið
Vinir og vinkonur
Vinna í garðinum
Vinnustaðurinn minn
Vorið
Zumba
Þakklæti og kærleikur
Þegar allir hjálpast að
Þegar börnunum gengur vel
Þegar glirtar á snjóinn í janúar
Þegar handskrifað bréf berst í póstinum
Þegar hundurinn minn nennir að sofa út
Þegar maður er búin(n) í prófum
Þegar makinn vaknar með börnunum
Þegar mamma hringir til að heyra í mér
Þegar nýju rúmfötin mín braka
Þegar táskórnir meiða ekki
Þegar uppáhaldslagið þitt kemur í útvarpinu
Þegar veðrið reynist betra en veðurspáin sagði til um
Þegar vinur er traustur og góður
Þegar það eru engir geitungar
Þegar þú sefur yfir þig en fattar að það er laugardagur
Þögn
Þórsmörk í rigningu og þoku
Þróttur
Þungarokk í botn
Þuríður Blær