Borgarleikhúsið

  • Emil

Loksins loksins og hoppfallera!

4 júl. 2022

Tónlistin úr Emil í Kattholti er nú loksins komin út á Spotify og mun eflaust gleðja marga aðdáendur Emils sem beðið hafa eftir henni með eftirvæntingu.

 Á hljómplötunni er að finna nýjar útsetningar Agnars Más Magnússonar á tónlist Georg Riedels og nýjar þýðingar Þórarins Eldjárns á söngtextum Astrid Lindgren. Alda Music gefur út í samstarfi við Borgarleikhúsið.

Söngvarar á hljómplötunni eru þau Gunnar Erik Snorrason, Hlynur Atli Harðarson, Sóley Rún Arnarsdóttir, Þórunn Obba Gunnarsdóttir, Ásthildur Úa Sigurðardóttir, Esther Talía Casey og Sigurður Þór Óskarsson, ásamt kór leikara sýningarinnar. Hljómsveitina skipa Agnar Már á píanó, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Sólveig Móravek á blásturshljóðfæri, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á fiðlu og básunu og þeir Ólafur Hólm og Kjartan Guðnason sjá um slagverk og trommur. Upptökum stjórnaði Agnar Már Magnússon og hljóðblöndun var í höndum Einars H. Stefánssonar.

Emil í Kattholti var valin Barnasýning ársins á síðustu Grímuverðlaunahátíð, auk þess sem hún var valin leiksýning ársins á Sögum, verðlaunahátíð barnanna. Sýningin heldur áfram á næsta leikári og nú þegar er uppselt á allar sýningarnar í ágúst og september. Hægt er að kaupa miða hér. 

“Þessi tónlist færir manni svo sannarlega gleði í hjartað og ég brosi hringinn eftir að hafa hlustað á hana. Ég veit að margir eru búnir að bíða með eftirvæntingu eftir þessari plötu. Núna geta allir lært nýju söngtextana og sungið og dansað með” segir Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leikstjóri sýningarinnar.

Hér er hlekkur á tónlistina á Spotify.