Magnús Þór Þorbergsson bætist í hóp listrænna stjórnenda Borgarleikhússins

19 jún. 2020

Nýr dramatúrg: Magnús Þór Þorbergsson hefur verið ráðinn dramatúrg frá og með næsta leikári og bætist því í sterkan hóp listrænna stjórnenda hússins.

Magnús Þór lauk BA-prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, MA-gráðu í leiklistarfræðum frá Freie Universität Berlin og doktorsprófi frá Íslensku- og menningardeild HÍ. Hann hefur starfað sem lektor við Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands og gegndi þar stöðu fagstjóra Sviðshöfundabrautar á fyrstu árum brautarinnar. Síðustu ár hefur Magnús sinnt rannsóknum við HÍ og hlotið til þess nýdoktorastyrk frá Rannís, en meðfram því hefur hann verið stundakennari við Sviðslistadeild LHÍ og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Magnús hefur verið virkur í alþjóðlega samfélagi leiklistarfræðinga og er forseti samtaka Norrænna leiklistarfræðinga.

Mikill fengur að Magnúsi. Hann hefur störf hjá Borgarleikhúsinu 1. september nk.