Borgarleikhúsið

Mánuður í frumsýningu

7 des. 2021

Nú er mánuður í frumsýningu á leikritinu Ein komst undan þar sem leikkonurnar Edda Björgvins, Kristbjörg Kjeld, Margrét Ákadóttir og Margrét Guðmundsdóttir fara með hlutverkin.


Ein komst undan fjallar um fjórar nágrannakonur sem sitja í bakgarði einnar þeirra og ræða allt milli himins og jarðar: sápuóperur, barnabörnin, horfnar hverfisverslanir, drauma um að fljúga og óstjórnlegan ótta við ketti. Undir broslegum hversdeginum krauma leyndarmál og sársauki langrar ævi og allt um kring leynist yfirvofandi – eða jafnvel afstaðinn – heimsendir. Með einstökum húmor rennur teboð saman við hörmungar og náttúruhamfarir, sem eru jafn skelfilegar og þær eru kostulegar og staðfesta þau orð leikskáldsins Samuel Beckett að ekkert sé fyndnara en óhamingjan.