Borgarleikhúsið

  • Marat Sade

Marat/Sade

18 jan. 2023

Það styttist í frumsýningu leikhópsins Lab Loka á hinu kraftmikla leikriti Marat/Sade. 

Í uppfærslu Lab Loka og Borgarleikhússins á þessu kraftmikla leikriti verður til mögnuð sýning þar sem Nýja sviðið fyllist af mörgum dáðustu en jafnframt elstu listamönnum íslensku þjóðarinnar en þau yngstu eru um sjötugt og þau elstu fast að níræðu. Hér er óhætt að lofa einstakri upplifun og sjónarspili sem seint gleymist. 

Leikarar eru þau Arnar Jónsson, Árni Pétur Guðjónsson, Eggert Þorleifsson, Guðmundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Harald G. Haraldsson, Helga E. Jónsdóttir, Jón Hjartarson, Jórunn Sigurðardóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Júlía Hannam, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Sigurður Skúlason, Sigurður Karlsson, Viðar Eggertsson, Þórhallur Sigurðsson og Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson.