Borgarleikhúsið

Margrét Ákadóttir í Ein komst undan

15 nóv. 2021

Margrét Ákadóttir hefur tekið við hlutverki Guðrúnar Ásmundsdóttur í Ein komst undan.


Margrét lauk námi frá The Mountview Theatre School á Englandi árið 1978 og hefur komið víða við á sínum leiklistarferli. Hún hefur leikið hjá Leikfélagi Reykjavíkur, í Þjóðleikhúsinu og hjá fjölda sjálfstæðra leikhúsa og má þar á meðal nefna Stjörnur á morgunhimni hjá Leikfélagi Íslands, Kvetch hjá Vesturporti, og fjölmörg hlutverk hjá Alþýðuleikhúsinu, m.a. Helene Alving í Afturgöngum Ibsens og Lafði Macbeth í Macbeth.

Hjá Alþýðuleikhúsinu lék hún einnig í Klassapíum eftir Caryl Churchill. Margrét hefur einnig leikið í fjölda kvikmynda, t.d. FíaskóKurteisu fólki og nú síðast í Birtu, auk þess sem hún var ógleymanleg sem Fía í Djöflaeyjunni. Margrét hefur einnig lokið námi í leiklistarþerapíu og er brautryðjandi á því sviði hér á landi.

Hjá Leikfélagi Reykjavíkur hefur Margrét meðal annars leikið í GrettiÓánægjukórnumDjöflaeyjunniLjósi heimsins og Ronju ræningjadóttur; síðast lék Margrét í Borgarleikhúsinu í Fanný og Alexander árið 2011.