Miðasalan er lokuð

25 mar. 2020

Miðasala Borgarleikhússins er lokuð vegna samkomubanns en áfram er hægt að kaupa miða og nálgast upplýsingar um sýningar á borgarleikhus.is. Allar sýningar frestast og miðar á þær gilda þegar starfsemi í húsinu hefst á ný. Nánari upplýsingar verða sendar út síðar og þökkum við sýnda biðlund.

Borgarleikhúsið fylgir tilmælum Almannavarna og stjórnvalda vegna COVID-19. Starfsemi Borgarleikhússins verður með allra minnsta móti á meðan á samkomubanni stendur.

Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við miðasöluna ámidasala@borgarleikhus.is og skrifstofuna áborgarleikhus@borgarleikhus.is.

Við þökkum þolinmæði og skilning. Fariði vel með ykkur.

Starfsfólk Borgarleikhússins.