Borgarleikhúsið

Næstu tvær vikur

6 okt. 2020

Kæru áhorfendur og aðrir velunnarar Borgarleikhússins,

Í ljósi nýjustu frétta og samkvæmt vinsamlegum tilmælum frá yfirvöldum hefur Borgarleikhúsið ákveðið að fresta öllum sýningum og viðburðum næstu tvær vikurnar.

Þetta á bæði við um þau verk sem þegar eru í sýningum sem og þau sem til stóð að frumsýna á tímabilinu. 

Við viljum ítreka að allir miðar eru tryggðir og enginn gestur missir sinn miða. Hér er aðeins um að ræða tímabundna frestun í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Upplýsingar um nýja sýningartíma verða sendar út til allra miðahafa eins fljótt og auðið er. 

 Við erum öll almannavarnir og Borgarleikhúsið leggur sitt af mörkum í þeirri von að við getum hist aftur í leikhúsinu sem allra fyrst. Við hlökkum til að sjá ykkur. 

Með kærri kveðju og þökk fyrir skilninginn,
Borgarleikhúsið