Borgarleikhúsið

Níu líf aftur á svið, loksins!

26 ágú. 2021

Loksins, loksins! 18 mánuðum eftir frumsýningu á söngleiknum um Bubba Morthens, Níu líf, hefjast sýningar að nýju og það sem búið er að vera fjarlægur draumur í næstum tvö ár verður að veruleika!

 
Í kvöld 26. ágúst verður fjórða sýningin á Níu lífum, en eins og kunnugt er var sett á samkomubann þremur dögum eftir frumsýningu í mars 2020. Leikarar, aðstandendur og leikhúsið allt iðar í skinninu af eftirvæntingu að geta tekið á móti gestum í upphafi nýs leikárs og fært þeim dúndurkraft og tilfinningar Níu lífa.

Höfundur og leikstjóri sýningarinnar Ólafur Egill Egilsson segir um endurkomuna á sviðið Get. Ekki. Beðið. Geggjuð stemning á forsýningunum okkar!

Yfir 18 þúsund miðar eru seldir og verða því pakkfullar sýningar næstu vikurnar. Leikhúsið vonar að brátt heyri samkomutakmarkanir sögunni til og að við getum öll fengið að tengjast og gleðjast saman í öruggum sal.

Velkomin í Borgarleikhúsið!