Borgarleikhúsið

Nýtt lag úr stórsýningunni Matthildi - Er ég verð stór

11 des. 2018

Hér má hlýða á fyrsta tóndæmið þar sem lag úr stórsýningunni Matthildi verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 15. mars nk. Um er að ræða söngleik byggðan á sögu Roald Dahl sem hefur slegið í gegn í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Leikhópurinn ásamt hljómsveit sýningarinnar skellti sér í hljóðver fyrir stuttu og tók upp þessa útgáfu af einu vinsælasta lagi úr sýningunni, When I Grow Up. Á íslensku heitir lagið Er ég verð stór og er  það Gísli Rúnar Jónsson sem er þýðandi verksins.

Þarna koma fram þau Björgvin Franz Gíslason, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Arnar Dan Kristjánsson, Edda Katrín Finnsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Björn Stefánsson, Þorleifur Einarsson og Viktoría Sigurðardóttir. Krakkarnir í sýningunni koma einnig fram ásamt þeim Ernu Tómasdóttur, Ísabel Dís Sheehan og Sölku Ýr Ómarsdóttur sem leika Matthildi.

https://youtu.be/e4-51hnB4NQ