Borgarleikhúsið

Opin kynning á leikárinu

5 sep. 2022

Loksins getum við aftur boðið upp á opna kynningu á verkefnum vetrarins í Borgarleikhúsinu. N.k miðvikudagskvöld 7. september kl.19 mun Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri fara yfir leikárið sem nú er að hefjast og segja frá starfseminni.

Ásamt henni verður Magnús Þór Þorbergsson leiklistaráðunautur sem segir frá starfi Leikfélags Reykjavikur og þeim viðburðum sem félagið stendur fyrir.


Lifandi tónlist verður í forsalnum og hægt að panta veitingar frá Jómfrúnni.

Verið öll hjartanlega velkomin! Tryggið ykkur ókeypis miða hér.