Borgarleikhúsið

Opinn samlestur á Mátulegum vel sóttur

2 nóv. 2022

Mikill fjöldi gesta heimsótti Borgarleikhúsið 1. nóvember síðastliðinn til að fylgjast með opnum samlestri á leikritinu Mátulegum. Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri leikstýrir.


Leikarar eru þeir Hilmir Snær Guðnason, Þorsteinn Bachmann, Halldór Gylfason og Jörundur Ragnarsson. Í Mátulegum ákveða fjórir menntaskólakennarar á miðjum aldri að gera tilraun til að sannreyna kenninguna um að manneskjan sé fædd með of lítið áfengismagn í blóðinu - þeir eru lífsleiðir, staðnaðir í starfi og á góðri leið með að sigla einkalífinu í strand.