Borgarleikhúsið

Opnum aftur með bros á vör

14 apr. 2021

Við opnum leikhúsið okkar aftur með bros á vör og þakklæti í hjarta. 


Gildandi sóttvarnarreglur og óvissa um framhaldið setja okkur enn nokkrar skorður. Óvissan gerir það að verkum að við getum sýnt minni sýningar en þær sem stærri eru og með fleiri þátttakendum verða enn að bíða. Gosi heldur áfram á Stóra sviðinu og síðustu sýningar verða á Sölumaður deyr og Oleanna. Stefnt er að frumsýna svo Veislu í maí! Í ljósi aðstæðna hefur ákvörðun verið tekin um að risa bomban okkar Níu líf kemur aftur á svið á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst. Getum ekki beðið eftir að sjá ykkur í Borgarleikhúsinu!

Athugið að allir miðahafar munu fá senda nýja miða. Ef einhverjar spurningar vakna hikið ekki við að hafa samband við miðasöluna og þær svara öllum ykkar spurningum. Við þökkum innilega fyrir skilninginn og hlökkum til að taka á móti ykkur í Borgarleikhúsinu.