Borgarleikhúsið

Sex í sveit - frumsýning í dag

5 okt. 2019

Í kvöld verður verkið Sex í sveit frumsýnt á Stóra sviðinu, þessi sprenghlægilegi og sívinsæli gamanleikur er jafnframt fyrsta frumsýning leikársins á Stóra sviðinu.
Hjónakornin Benedikt og Þórunn eiga sín leyndarmál og þegar frúin ætlar að heimsækja móður sína yfir helgi sér eiginmaður hennar sér leik á borði til bregða undir sig betri fætinum í bústað þeirra hjóna. Það fer í allt í háaloft þegar hún ákveður að vera um kyrrt og búið er að panta veisluþjónustu, bjóða bæði viðhaldinu og vini til veislu. Hver bauð hverjum í mat og til hvers? Hver er að halda við hvern og af hverju? Og hvað er veisluþjónustan að bjóða upp á í raun og veru?


Sex í sveit eftir Marc Camoletti hefur farið sigurför um heiminn en verkið var síðast sett upp í Borgarleikhúsinu 1998. Gísli Rúnar Jónsson íslenskaði og leikstjóri sýningarinnar er Bergur Þór Ingólfsson.

Leikarar í sýningunni eru Haraldur Ari Stefánsson, Jörundur Ragnarsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir. 

Listrænir stjórnendur eru Petr Hloušek, leikmyndahönnuður, Stefanía Adolfsdóttir, búningahönnuður, Guðbjörg Ívarsdóttir, leikgervahönnuður, Þórður Orri Pétursson, ljósahönnuður og Þorbjörn Steingrímsson, hljóðhönnuður. 

siskitla