• Berndsen-og-Snorri-Helga

Berndsen og Snorri í Borgarleikhúsinu

28 sep. 2020

Við í Borgarleikhúsinu erum mjög spennt að kynna fyrir ykkur stórkostlega skemmtilega tónlist eftir tónlistarmennina Davíð Berndsen og Snorra Helgason í vetur. 

Snorri semur angurværa og ægifagra tónlist fyrir spennuleikritið Útlendinginn eftir Friðgeir Einarsson, sem frumsýnt verður 2. október en Berndsen hefur hins vegar unnið hörðum höndum að því að semja ótrúlega stuðsmelli fyrir gleðisprengjuna Veislu sem einnig fer á svið í október. Lög úr báðum verkum eru væntanleg í spilun innan skamms - fylgist með!