Borgarleikhúsið

Starfsemi í nýjum takmörkunum

11 nóv. 2021

Frá og með 13. nóvember þurfa allir leikhúsgestir að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi. 

 
Samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir (sem tekur gildi 13. nóv) verða allir gestir fæddir 2015 og fyrr að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi, framkvæmdu af viðurkenndum aðila, við komu á viðburði og á það við um allar sýningar Borgarleikhússins. 

Athugið að framvísa þarf hraðprófi sem er ekki eldra en 48 klst gamalt en öll hraðpróf gilda í 48 klst. og eru gjaldfrjáls. Fara þarf því í hraðpróf daginn áður eða samdægurs og viðburður er. 

Hægt er að fara í hraðpróf á höfuðborgarsvæðinu á eftirfarandi stöðum:

• Öryggismiðstöðin býður upp á hraðpróf við Kringluna (þar sem Fjallakofinn var áður til húsa) opnunartími 8:15-16:15 og BSÍ opnunartími 6:30-17:45. Tímabókanir fara fram á www.testcovid.is

• Covidtest; býður upp á hraðpróf bæði á Kleppsmýrarvegi 8, opnunartími: 08:15-17:00 alla virka daga og 09:00-16:00 á laugardögum og í kjallara Hörpu, opnunartími: 08:15-14:00 alla virka daga. Tímabókanir fara fram á www.covidtest.is

• Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður upp á hraðpróf á Suðurlandsbraut 34, opnunartími 8:00-12:00 og 12:45-20:00 alla virka daga og 9:00-15:00 um helgar. Hægt er að bóka tíma með því að smella hér.

• Utan höfuðborgarsvæðis er hægt að bóka hraðpróf með því að smella hér

Vinsamlegast mætið tímanlega í Borgarleikhúsið til að forðast biðraðir og hafið niðurstöðu hraðprófs með QR kóða, skilríki og leikhúsmiða tilbúna til skönnunar. Munið grímuskyldu og persónulegar sóttvarnir.

Verið velkomin í leikhúsið.