• Fólk, staðir og hlutir

Sýningar hafnar að nýju

14 feb. 2019

Sýningar á leikritinu Fólk, staðir og hlutir, sem var sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í fyrra, eru hafnar að nýju. Leikritið er eftir breska leikskáldið Duncan MacMillan og er leikstýrt af Gísli Erni Garðarssyni. 

Það fjallar um leikkonu sem eftir hneykslanlegt atvik á leiksviðinu fellst loks á að fara í afvötnum á meðferðarstofnun. Á yfirborðinu virðist hún öll af vilja gerð til að takast á við vandamálið en undir niðri kraumar harðsvíraður fíkill sem ekkert er heilagt.

Sýningin hlaut gríðarlega góðar viðtökur gesta og gagnrýnenda og fékk t.d. fimm stjörnu dóm í Morgunblaðið. Þar stóð m.a.: ,,Nestuð safaríkum efnivið vinnur Nína Dögg sannkallaðan leiksigur í hlutverki fíkilsins og þetta er áhrifaríkasta frammistaði leikara á leikárinu.”

Nína Dögg Filippusdóttir fékk Grímuverðlaun sem leikkona ársins í aðalhlutverk fyrir frammistöðu sína í verkinu og þá fékk Sigrún Edda Björnsdóttir Grímuverðlaun sem leikkona ársins í aukahlutverki. Einnig var sýningin tilnefnd sem sýning ársins á Grímuverðlaunum, Björn Thors fékk tilnefningu sem leikari ársins í aðalhlutverki, Gísli Örn Garðarsson sem leikstjóri ársins og Börkur Jónsson fyrir leikmynd ársins.

Athugið að sýningartíminn er mjög takmarkaður og ekki verður hægt að bæta við sýningum. Sýningum lýkur um miðjan mars.