Borgarleikhúsið

Sýningum vormisseris frestað fram á haust - allir miðar tryggðir

21 apr. 2020

Því miður er nú ljóst að ekki verður unnt að sýna fleiri leiksýningar í Borgarleikhúsinu á þessu leikári.

Við vinnum hörðum höndum að skipulagningu næsta leikárs sem hefst fyrr en vanalega eða í ágúst næstkomandi. Þær sýningar sem voru skipulagðar á vormisseri leikhússins en hefur þurft að aflýsa hafa verið færðar á næsta leikár.
Allir miðar eru öruggir og við munum hafa samband við alla miðahafa með nýjum dagsetningum sýninga í gegnum tölvupóst um leið og þær upplýsingar liggja fyrir. Ekki er þörf á að hafa samband við miðasölu til að breyta dagsetningum miða frá núverandi leikári. 

Áfram verður streymt frá viðburðum í Borgarleikhúsinu og er dagskrána að finna á borgarleikhus.is.

Starfsfólk Borgarleikhússins þakkar skilninginn og við hlökkum til að sjá ykkur á næsta leikári.