Sýslumaður Dauðans umræður að sýningu lokinni
Sýslumaður Dauðans var frumsýndur síðast liðna helgi við mikinn fögnuð áhorfenda. Tvær sýningar eru nú um helgina, og á laugardaginn verður boðið upp á umræður með leikurum og listrænum stjórnendum að sýningu lokinni.
Birnir Jón Sigurðsson, höfundur verksins, mun taka þátt í umræðunum sem Magnús Þór Þorbergsson listrænn ráðunautur leiðir.
Birnir var starfandi leikskáld Borgarleikhússins leikárin 2023 - 2024 og er Sýslumaður Dauðans afrakstur þeirrar vinnu.