Borgarleikhúsið

Þorsteinn Bachmann mættur í Borgarleikhúsið

10 júl. 2021

Ein stærsta stjarnan í Kötlu þáttunum á Netflix, Þorsteinn Bachmann, hefur nú skrifað undir samning við Borgarleikhúsið og mun hefja leikárið á því að leika sjálfan Anton pabba Emils í Kattholti. 


Þorsteinn útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1991 og ári síðar frá Kvikmyndaskóla Íslands. Hann hefur leikið fjölda hlutverka bæði á sviði og í sjónvarpi í þrjá áratugi og sópað að sér verðlaunum fyrir leik sinn.

Þorsteinn mun einnig leika í verkinu Fyrrverandi eftir Val Frey Einarsson.