Tilnefnd til þrennra Menningarverðlauna DV

28 sep. 2018

Sýningar Borgarleikhússins voru tilnefndar til þrennra af fimm Menningarverðlaunum DV fyrir leiklist en tilkynnt var um tilnefningar í blaði dagsins. Menningarverðlaun DV verða afhent við hátíðlega athöfn þann 5. október nk.

Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Egill Egilsson voru tilnefnd fyrir Elly. Einnig var Brynhildur Guðjónsdóttir tilnefnd fyrir hlutverk sitt í Guð blessi Ísland eftir Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarsson í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Þá voru Tyrfingur Tyrfingsson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Ólafur Egill Egilsson tilnefnd fyrir Kartöfluæturnar.

Starfsfólk Borgarleikhússins óskar öllu þessu fólki innilega til hamingju.