Borgarleikhúsið

Vala Kristín í Allt sem er frábært

2 nóv. 2022

Vala Kristín Eiríksdóttir hefur stigið inn í Allt sem er frábært og stendur ein á sviðinu í hlutverki manneskju sem gerir atlögu að depurðinni og lífsleiðanum, með aðstoð áhorfenda og listann góða að vopni. 


Höfundur er Duncan Macmillan, sá hinn sami og skrifaði verkin Andaðu og Fólk, staðir og hlutir sem sló í gegn í Borgarleikhúsinu fyrir nokkru síðan. Þetta einfalda en snjalla verk hefur verið sett á svið víða um heim og hlotið gríðarlega góðar viðtökur gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda og birtist hér í þýðingu Kristínar Eiríksdóttur.