Borgarleikhúsið

Vel heppnuð frumsýning

23 sep. 2024

Fyrsta frumsýning vetrarins var laugardaginn 21. september þegar Sýslumaður Dauðans var frumsýndur fyrir fullu húsi við mikinn fögnuð áhorfenda.

Sýslumaður Dauðans er nýr drama-gamanleikur eftir Birni Jón Sigurðsson, og er í senn fyndinn, hjartnæmur og uppfullur af sköpunargleði. Verkið er skapað inn í íslenskan veruleika og fjallar um Ævar Birkisson sem missir föður sinn, Birki Ævarsson. Á útfararstofu Orfeusar fær hann tilboð sem hann getur ekki hafnað og upphefst þar með Kafkaískur leiðangur hans í leit að föður sínum.


Leikstjórn er í höndum Stefáns Jónssonar, með hlutverk Ævars fer Haraldur Ari Stefánsson en föður hans Pálmi Gestsson, sem stígur í fyrsta sinn á svið í Borgarleikhúsinu. Aðrir leikarar eru Sólveig Arnarsdóttir, Birna Pétursdóttir og Hákon Jóhannesson. Leikmyndina hannaði Mirek Kaczmarek og tónlistina samdi Ásgeir Trausti. 

Nánar má lesa um sýninguna með því að smella hér