Vel heppnuð frumsýning
Fyrsta frumsýning vetrarins var laugardaginn 21. september þegar Sýslumaður Dauðans var frumsýndur fyrir fullu húsi við mikinn fögnuð áhorfenda.
Leikstjórn er í höndum Stefáns Jónssonar, með hlutverk Ævars fer Haraldur Ari Stefánsson en föður hans Pálmi Gestsson, sem stígur í fyrsta sinn á svið í Borgarleikhúsinu. Aðrir leikarar eru Sólveig Arnarsdóttir, Birna Pétursdóttir og Hákon Jóhannesson. Leikmyndina hannaði Mirek Kaczmarek og tónlistina samdi Ásgeir Trausti.
Nánar má lesa um sýninguna með því að smella hér