Borgarleikhúsið

Vorsýning og útskrift hjá Leiklistarskóla Borgarleikhússins

28 apr. 2021

Leiklistarskóli Borgarleikhússins útskrifaði í síðustu viku ellefu ungleikara sem lokið hafa þriggja ára námi í skólanum. Nemendur á fyrsta og öðru ári ásamt útskriftarnemunum sýndu lokasýningar sínar og voru því um sextíu börn sem stigu á stokk Litla sviðsins við mikil fagnaðarlæti viðstaddra.

Sýning útskriftarnema, Smá óhapp - Brúðkaupsveislan, var frumsamin af hópnum sjálfum undir leikstjórn Bergdísar Júlíu Jóhannsdóttur. Sýningin fjallar um draumabrúðkaup Álfheiðar og Palla. Það er fátt sem getur farið úrskeiðis þegar #emmabrúðkaupsplanner skipuleggur brúðkaupsveislur, en hún ásamt gestum og gangandi kemst fljótlega að því að ekki er allt eins og það á að vera.

Leikstjóri: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Aðstoð við listræna stjórn: Halla Björg Randversdóttir og Emelía Antonsdóttir Crivello
Lýsing og tækni: Elmar Þórarinsson
Tónlist og hljóðmynd: Þórður Gunnar Þorvaldsson
Sýningarstjóri: Þórey Selma Sverrisdóttir
Ljósmyndir: Leifur Wilberg

Úskrifaðir ungleikarar:
Aníta Erla Lísudóttir
Atli Svavarsson
Emilía Álfsól Gunnarsdóttir
Ingdís Una Baldursdóttir
Kári Baldursson
Kristjana Thors
Salka Ýr Ómarsdóttir
Stefán Örn Eggertsson
Tómas Aris Dimitropoulos
Ragnheiður Lovísa Gunnsteinsdóttir