Borgarleikhúsið

Íslensk leikritun

Íslensk leikritun í Borgarleikhúsinu

Við leggjum ríka áherslu á höfundarstarf, þróun handrita frá fyrstu hugmynd til fullbúinna verka og leitast er við að hvetja og styðja íslensk leikskáld á öllum aldri. Við höfum að markmiði að efla íslenska leikritun með öllum tiltækum ráðum og gera hana framúrskarandi og samkeppnishæfa við erlenda samtímaleikritun.

Lumar þú á nýju íslensku verki? Sendu okkur línu á leikritun@borgarleikhus.is

Við eflum íslenska leikritun

Leikskáld Borgarleikhússins

Borgarleikhúsið ræður á hverju ári leikskáld í starfsmannahópinn. Á þessu leikári er Birnir Jón Sigurðsson leikskáld hússins og hefur hann aðstöðu í leikhúsinu og nýtur aðstoðar, leiðsagnar og stuðnings leikhússtjóra og leiklistar-ráðunauta.  Í hópi fyrrverandi leikskálda Borgarleikhússins eru m.a. Eva Rún Snorradóttir, Matthías Tryggvi Haraldsson, Þórdís Helgadóttir, Salka Guðmundsdóttir, Tyrfingur Tyrfingsson og Björn Leó Brynjarsson.

Bókaútgáfa Borgarleikhússins

Borgarleikhúsið hefur gefið út þónokkuð af íslenskum leikritum og nýjum þýðingum á öndvegisverkum sem setta hafa verið á svið. Bókaútgáfan er gerð í samstarfi við Þorvald Kristinsson, bókmenntafræðing og Kristínu Gunnarsdóttur sem sér um hönnun bókakápu. 

Hér er hægt að kaupa bækurnar.