Borgarleikhúsið


„Allt er leyfilegt í leikhúsinu“

Maríanna Clara Lúthersdóttir tók saman

Alistair McDowall er fæddur árið 1987 í Great Broughton í norðaustur hluta Englands. Sem ungur drengur hafði hann gríðarlegan áhuga á bíómyndum og dreymdi um að verða kvikmyndagerðarmaður. Góðar kvikmyndatökuvélar reyndust hins vegar of dýrar fyrir drenginn en leikhús krafðist engra slíkra tækja og þar með voru örlög hans ráðin. 

McDowall segist hafa platað vini sína til þess að leika í fyrstu verkunum sem voru flest í anda kvikmyndarinnar The Breakfast Club, fólk sat á stólum og talaði saman, það var leikhús í hans augum. En eftir að hann kynntist verkum Samuel Beckett, Harold Pinter og Söruh Kane í skóla urðu honum möguleikar leikhússins ljósir. Hann hefur síðan verið iðinn við kolann og eftir hann liggja fjöldamörg verk sem eiga það einmitt sameiginlegt að brjóta af sér hefðbundna ramma leikhússins – í verkum McDowall er allt mögulegt.