Borgarleikhúsið

A Simple Space

 • Nýja sviðið
 • 60 mín, Ekki hlé
 • Verð: 3900
 • Frumsýning júní 2022

A Simple Space

Listahátíð í Reykjavík kynnir A Simple Space !

Sjö akróbatar þenja mörk hins mögulega í innilegri sýningu sem er samtímis hrá, tryllt og fínleg. Áhorfendur upplifa hvert andartak með listafólkinu, finna hitann og heyra hvern einasta andardrátt.

A Simple Space kallar fram raunveruleg viðbrögð áhorfenda sem sitja umhverfis berstrípað sviðið þar sem akróbatarnir sýna ótrúlegar listir sínar. Sýningin fer fram undir lifandi slagverksleik. Þessi heiðarlegi tónn er kjarninn í einstökum viðburði sem höfðar til hátíðargesta á öllum aldri.

A Simple Space hefur verið flutt rúmlega 600 sinnum í 30 löndum og fengið frábæra dóma í heimspressunni þar sem listafólkið er sagt sýna aðdáunarverðan styrk, færni og sköpunargleði. Sýningunni er lýst sem „algjörum sigri“ sem veki sanna gleði.

Sýningin hentar áhorfendum 7 ára og eldri.

A Simple Space

Listrænir stjórnendur

 • Fram koma:

  Jacob Randell
  Lachlan Harper
  Rachael Boyd
  Alyssa Moore
  Lachlan Binns
  Jordan Hart
  Jack Manson
  Nick Martyn