Aftur á bak


Frumsýning
Mars 2017    
Verð
4.950 kr.    

Borgarleikhúsið opnar kl. 18:30 fyrir sýningar og er meðal annars boðið upp á tónlist, kokteila og smárétti á Leikhúsbarnum. Panta þarf mat með dags fyrirvara. Sjá nánar hér

Myndir úr sýningunni

Marwan Arkawi veitir áhorfendum innsýn inn í veröld innflytjenda og hælisleitanda og hans eigin samskipti við Útlendingastofnun, en hann flúði frá Sýrlandi og er nú búsettur í Svíþjóð.

Í sýningunni er meðal annars notuð myndbandstækni og sýndarveruleikagleraugu (VR-gleraugu) til þess að gera þann heim sýnilegan sem fyrir mörgum er ósýnilegur. Þar er að finna viðtöl og frásagnir fólks sem hefur sótt um hæli í Svíþjóð, frásagnir lögfræðinga sem vinna í þeirra málum, frásagnir þýðenda sem aðstoða hælisleitendur og frásagnir starfsfólks Útlendingastofnunnar. Með þessu er reynt að sýna hvernig stefna yfirvalda varðandi innflytjendur og hælisleitendur hefur áhrif á fólkið sjálft.

AFTUR-Á-BAK fjallar um margvíslegar vistarverur hælisleitandans, um persónulega frásögn, um okkar sýn og hvernig við horfum á þegar fólk leggur líf sitt að veði á flótta frá stríði. Sagan er ekki sögð í réttri tímaröð nema þegar starfsmaður Útlendingastofnunar spyr. Hún fer í ýmsar áttir í óhugsandi afkima fortíðar.

Osynliga Teatern starfar í Stokkhólmi og í þessari sýningu blandast saman gagnvirkt leikhús og heimildaleikhús með kvikmyndalegu ívafi. Sýningin er á ensku.

Samstarfsverkefni Kungliga Dramatiska Teatern í Stokkhólmi og Borgarleikhússins. Með stuðningi frá Nordic Culture Point, The Nordic Culture Fund, The Swedish Art Grant Commitee og Stokkhólmi.