Being


Frumsýning
17. nóvember    
Lengd
1 klst.    
Svið
Nýja sviðið    
Verð
2.900 kr.    

 

Vettvangur þar sem við könnum hið sammannlega í stað þess að undirstrika allt það sem skilur okkur að

Sýningin er hluti af alþjóðlegu sviðslistahátíðinni Everybody’s Spectacular. 

Meiri upplýsingar um hátíðina er hægt að finna á www.spectacular.is

http://www.spectacular.is

 

Við eigum okkur öll líkama. Með honum mætum við hvert öðru og sjálfu lífinu; líkaminn er sannarlega algjör undirstaða mannkyns. Í verkinu being er líkamanum teflt fram sem viðfangsefni rannsóknar á sambandi Vestur-Evrópubúa við menningu og þjóðfélög Miðausturlanda. Með því að tjá fjölbreytilegustu tilfinningar og upplifun í gegnum hreyfingar líkamans verður til ljóðrænn og hljóður kraftur. Í verkinu mætast tveir líkamar á sviðinu og fundur þeirra er um leið ákall til áhorfenda. Þetta er vettvangur þar sem við könnum hið sammannlega í stað þess að undirstrika allt það sem skilur okkur að.

Frekari upplýsingar má finna hér.