Billy Elliot


Lengd
2 klst og 55 mín með hléi    
Svið
Stóra svið    
Tegund
Fjölskyldusýning    
Verð
7.500 kr.    

Borgarleikhúsið opnar kl. 18:30 fyrir sýningar og er meðal annars boðið upp á tónlist, kokteila og smárétti á Leikhúsbarnum. Panta þarf mat með dags fyrirvara. Sjá nánar hér

Myndir úr sýningunni

Billy er á leiðinni í boxtíma þegar hann lendir fyrir slysni á dansæfingu. Hann byrjar að hreyfa sig í takt við tónlistina og uppgötvar sér til furðu að þetta er ekki einungis það skemmtilegasta sem hann hefur gert heldur er hann einfaldlega fæddur til að dansa.

Billy á sér draum sem samræmist ekki hugmyndum fullorðna fólksins, hann dreymir um að verða dansari á heimsmælikvarða og er tilbúinn að leggja allt í sölurnar. Billy Elliot er þroskasaga unga fólksins og hinna fullorðnu - mögnuð og falleg saga um baráttu drengs við fordóma samfélagsins og fjölskyldunnar um að fá að vera sá sem hann er. Þetta er kraftmikið verk um alvöru fólk með skotheldri og grípandi tónlist eftir Elton John, stórfenglegum hópdansatriðum og ótrúlega hæfileikaríkum dreng í aðalhlutverki sem á eftir að fá áhorfendur til að gapa af undrun.

Söngleikurinn um Billy Elliot var frumsýndur á West End í London árið 2005 og hefur vakið gríðarlega athygli um víða veröld. Sýningin hlaut mikið lof og fjölda verðlauna og er nú loksins komin í Borgarleikhúsið undir stjórn sama hóps og færði okkur Mary Poppins. Hér blandast saman blússandi húmor og stórkostleg dans- og söngatriði svo úr verður sannkölluð flugeldasýning með einvala liði leikara og auðvitað íslenskum Billy.


Úr gagnrýni

Þrekvirki í íslenskri sviðslist – SJ. Fbl. 
Orð fá varla lýst hversu magnaður þessi ungi drengur er – SJ. 
Billy Elliot er ekkert annað en stórvirki. – SJ. Fbl.
Metnaðarfullt stórvirki. – SJ. Fbl. 5 stjörnur
Hér smellur allt saman og skilar sér í stórkostlegri sýningu. Snilldin liggur ekki síst í því hvað allt er áreynslulaust– SBH – mbl  
Danshöfundurinn Lee Proud á heiður skilinn fyrir áhrifamiklar og flottar danssenur -  SBH – mbl  
Tilfinngalegur rússíbani – HA – Djöflaeyjan
Mesta afrek sem maður hefur sé á leiksviði – HA – Djöflaeyjan