Borgarafundur


Svið
Stóra svið    
Verð
0 kr    

Borgarleikhúsið opnar kl. 18:30 fyrir sýningar og er meðal annars boðið upp á tónlist, kokteila og smárétti á Leikhúsbarnum. Panta þarf mat með dags fyrirvara. Sjá nánar hér


Stjórnarskrárfélagið og Borgarleikhúsið standa fyrir borgarafundi á Stóra sviði Borgarleikhússins sunnudaginn 22. maí kl 10 um lýðræði framtíðarinnar. Fundurinn byggir á hugmyndafræði þjóðfundanna sem voru haldnir í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi.   Fundurinn mun leitast við að varpa fram sýn fundargesta á lýðræði framtíðarinnar.

Fjölmargir erlendir gestir munu sækja fundinn og fer hann því fram á ensku. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir og því eru gestir hvattir til að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti við fundarborð og þar með þátttöku í samtalinu.  Fyrirlestrar verða jafnframt fluttir af erlendu fræðifólki, áhugafólki um lýðræði og listamönnum.   

Fundinum verður streymt í beinni útsendingu á síðu Borgarleikhússins og facebooksíða viðburðarins er https://www.facebook.com/events/217207111995146/

 

Dagskrá:

1. Borgarleikhússtjóri setur fundinn.

2. Kynning og ísbrjótur við borðin. Tónlistargestur.

3. Umræða – fyrri hluti. Hvað mun einkenna lýðræði framtíðarinnar?

4. Stuttir fyrirlestrar um lýðræði framtíðarinnar

·       Lawrence Lessig (Lagaprófessor við Harvard háskóla, lögmaður og aktivisti)

·       Helene Landemore (Stjórnmálafræðiprófessor við Yale háskóla, höfundur bóka og greina á borð við Democratic Reason, Collective Intelligence og Icelandic Constitution)

·       Katrín Oddsdóttir (Formaður Stjórnarskrárfélagsins og fulltrúi í Stjórnlagaráði, og lögmaður)

·       Birgitta Jónsdóttir (alþingismaður og fulltrúi Pírata)

·       Þorleifur Örn Arnarsson og Mikael Torfason (Leikstjóri&rithöfundur)

5. Hádegismatur / samtal.  Hægt verður að kaupa súpu.

6. Seinni umræða. Viðbrögð við erindum.

7. Lokaumræða. Samantekt.

8. Kynning á vinnu allra borða.

 Áætlað er að dagskrá ljúki rúmlega tvö.

Stjórnarskrárfélagið stendur einnig fyrir áhugaverðri dagskrá dagana á undan og má nálgast upplýsingar um það hér https://www.facebook.com/futureofdemocracy/?fref=ts