Calmus WavesBorgarleikhúsið opnar kl. 18:30 fyrir sýningar og er meðal annars boðið upp á tónlist, kokteila og smárétti á Leikhúsbarnum. Panta þarf mat með dags fyrirvara. Sjá nánar hér

Calmus Waves er dansverk við tónverk sem samið er í rauntíma af tónskáldum, dönsurum og hljóðfæraleikurum með tónsmíðaforritinu CALMUS Composer. Sýningin er partur af Listahátíð í Reykjavík.
 
Tónskáldið og danshöfundurinn byggja upp ramma sem svipar til spunaramma fyrir alla til að vinna innan. Dansararnir bera á sér hreyfiskynjara sem senda skilaboð í tónsmíðaforritið og hafa þannig áhrif á framþróun verksins í rauntíma. Hljóðfæraleikarar lesa tónlistina svo beint af Calmus Notation, smáforriti á iPad, með þráðlausri tengingu við CALMUS Composer. Dansararnir geta einnig með hreyfingum sínum haft áhrif á ljós og rafhljóð í verkinu.
 
Calmus Waves er í afmörkuðum ólíkum köflum sem lýsa allir mismunandi bylgjuhreyfingum, stórum sem smáum, í vatni, lofti eða í tómarúmi. „Bylgjur geta verið hljóðbylgjur, danshreyfingar sem móta verkið með tilliti til hraða, þéttleika eða tíðni.“
 
Calmus Composer er hugbúnaður sem gerir fólki kleift, með aðstoð gervi-greindar og hefðbundnum tónsmíðaaðferðum, að semja tónlist í rauntíma.
 
Heildartími verksins er u.þ.b. 45 mínútur.
 
TEYMI:
Noora Hannula (FI), dansari
Julie Rasmussen (NO), dansari
Elin Signý Weywadt Ragnarsdóttir (IS), dansari
Kasper Ravnhöj (DK), danshöfundur og dansari
Védís Kjartansdóttir (IS), aðstoðardanshöfundur
Stockholm Saxafonkvartett (SE)
Tinna Þorsteinsdóttir (IS), píanóleikari

Kjartan Ólafsson (IS), tónskáld