Corpo Surreal – Óperudagar

 • Nýja sviðið
 • Verð: 6.950 kr
 • Væntanleg

Corpo Surreal er sviðsverk um ferðalag fólks úr böndum menningar og líkamlegra hafta yfir í algjört frelsi. Í ljóðrænum draumheimi birtast yfirnáttúrulegar brúður sem endurspegla margvíslegar líkamsbreytingar sem hægt er að ná fram með skurðaðgerðum. Markmiðið er persónulegt frelsi, þar sem fólk getur breytt sér og sýnt á sér ólíkar hliðar til þess að öðlast sérstöðu. 

Corpo Surreal – Óperudagar

Corpo Surreal er sviðsverk um ferðalag fólks úr böndum menningar og líkamlegra hafta yfir í algjört frelsi. Í ljóðrænum draumheimi birtast yfirnáttúrulegar brúður sem endurspegla margvíslegar líkamsbreytingar sem hægt er að ná fram með skurðaðgerðum. Markmiðið er persónulegt frelsi, þar sem fólk getur breytt sér og sýnt á sér ólíkar hliðar til þess að öðlast sérstöðu.

Ljóð og raunveruleiki renna saman í súrrealískan draum þar sem fullkomið frelsi skarast á við afneitun og harmleik mannsins. Tilgangur sýningarinnar er að hrista upp í venjubundinni skynjun á mannslíkamann og frelsa okkur frá hefðbundnum hugmyndum um hvað það er sem skilgreinir okkur sem manneskjur.

Alþýðuóperan, ásamt teymi alþjóðlegra listamanna, býður í tónlistarferð inn í heim danslistar, ljóðasöngs, óperu og leikbrúða.

Corpo Surreal var frumsýnd 4. febrúar s.l. í Árósum í Danmörku og sýnd í beinu framhaldi í Konunglegu dönsku óperunni, Kyoto Arts Centre og Spiral Hall Tokyo.

Alþjóðleg samframleiðsla með: Antibodies Collective (JP), Sew Flunk Fury Wit (DK).

Í samstarfi við Alþýðuóperuna, Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, Teater katapult og Óperudaga.

Styrktaraðilar:
Menntamálaráðuneytið: Tónlistarsjóður og Styrkir til atvinnuleikhópa (IS)
The Danish Arts Council (DK)
The Nordic Culture Fund (DK)
The Augustinus Foundation (DK)
The Danish Actors Association (DK)
The Danish Composers Association / KODA (DK)
The A.P. Møller & Hustru Chastine Mc-Kinney Møllers Foundation (DK)
The William Demant Foundation (DK)
The Wilhelm Hansen Foundation (DK)
The Aage & Johanne Luis-Hansen Foundation (DK)
The Cultural fund Municipality of Aarhus (DK)
The Scandinavia - Japan Sasakawa Foundation (IS)
The Embassy of Denmark in Egypt (DK)
Kyoto Arts Center (JP)
The Agency for Cultural Affairs. Government of Japan (JP)
Japan Foundation (JP)

Sýnt 21. október
Óperudagar í Reykjavík verða haldnir 21.-31. október 2020 


Listrænir stjórnendur

 • Libretto

  Neill Cardinal Furio (ljóð og lög)

 • Leikstjórn og hugmynd

  Jesper Pedersen

 • Leikmynd

  Johan Kølkjær

 • Aðstoð við leikmynd

  Ane Katrine Kjær

 • Brúðuleikur, brúður og listræn stjórnun

  Svend E. Kristensen

 • Búningar

  Anna Gammelgaard

 • Lýsing

  Arnar Ingvarsson

 • Tónlist

  Murcof

 • Dansari og danshöfundur

  Yoko Higashino

 • Hljóðhönnun

  Toshino Kajiwara

 • Hljóð

  Andreas Hald Oxenvad 

 • Söngur

  Ísabella Leifsdóttir

 • Framleiðendur

  Signý Leifsdóttir - Alþýðuóperan
  Svend E. Kristensen og Kristine Kohlmetz - Sew Flunk Fury Wit, Junko
  Hanamits Kaibunsha - Antibodies

 • Ljósmyndun og myndband

  Søren Meisner

Um tímann og vatnið

Á næstu 100 árum mun jörðin okkar fara í gegnum breytingar sem eru stærri en tungumál okkar og myndhverfingar geta höndlað. Þessar yfirvofandi ummyndanir sprengja í raun skynjun okkar svo við heyrum bara eitthvað hvítt suð.

Nánar

Kok – Óperudagar

«ég var að leika mann
þess vegna brá þér
vegna þess að ég stóð allt í einu upp
alltíeinu
kveikti eld
þess vegna brá þér»

Nánar