Da Da Dans


Frumsýning
12.nóv    
Svið
Nýja sviðið    
Tegund
Nútímaverk    
Verð
3900    

Forsalur Borgarleikhússins opnar kl. 19:00 fyrir sýningar þar sem er boðið upp á tónlist, kokteila og smárétti. Panta þarf mat með dags fyrirvara. Sjá nánar hér

Sýning Íslenska dansflokksins

Dadaismi spratt upp úr vitfirringu fyrri heimsstyrjaldar og var meginmarkmið hans að skapa fjarstæðukennd verk sem hristu upp í hugmyndum fólks um tilgang og virði listarinnar. Dadaismi boðaði nýtt upphaf með því að rísa upp gegn ríkjandi hefðum í list og lífi. 

Í ár er víðsvegar fagnað stórafmæli dadaismans og mun dansflokkurinn taka þátt í þeim fagnaði með því að frumsýna nýtt dansverk eftir Grímuverðlaunahafana Ingu Huld Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur við frumsamda tónlist Sveinbjörns Thorarensens. Í Da Da Dans munu danshöfundarnir skoða mismunandi leiðir dadaismans og velta fyrir sér hvort þær eigi enn við í dag.

Inga Huld og Rósa eru rísandi stjörnur í dansheiminum og hlutu Grímuverðlaunin sem Danshöfundar ársins 2016 fyrir verk sitt The Valley sem var sýnt á Reykjavík Dance Festival 2015 við mikinn fögnuð gagnrýnenda og áhorfenda.

★★★★
„Metnaðarfull sýning, full af vel heppnuðum útfærslum.“
Sigríður Jónsdóttir hjá vísir.is um The Valley

„The Valley er margslungið verk sem seytlar inn í sálina …. töfraheimurinn sem skapaðist var einstakur og spennan að sjá hvað kæmi næst var kitlandi.“
Sesselja G. Magnúsdóttir hjá hugrás.is um The Valley