Borgarleikhúsið

Dagdraumar

 • Nýja sviðið
 • Íslenski dansflokkurinn
 • 40 mín.
 • Verð: 3.300 kr.
 • Sýningum lokið

Ung stúlka leggur land undir fót og ferðast um undur veraldar, um skóg og yfir sjó, finnur dýr og ævintýr. 

Dagdraumar

Dansverk fyrir börn

Ung stúlka leggur land undir fót og ferðast um undur veraldar, um skóg og yfir sjó, finnur dýr og ævintýr. Dýrin eru undursamleg og töfrandi. Slangan snýst og sniglast og svanurinn virðist þekja himininn með vænghafi sínu. Bara ef stúlkan byggi yfir slíkum kynngikrafti, liðug, snörp og létt á tá, svífandi um loftin blá. Skyndilega rennur upp töfrastund, draumar hennar rætast og stúlkan tekur á sig nýja mynd. Hún umbreytist á einhvern magnaðan hátt. Aftur og aftur og aftur. En hún sá ekki fyrir hvað það myndi kosta, hvað það kostar að njóta eiginleika dýranna. Þegar vegferð stúlkunnar lýkur og hún snýr aftur heim, bíður móðir hennar í gættinni. Hún opnar faðminn, en hikar, dóttir hennar er óþekkjanleg, svo mikil hefur breytingin orðið. Stúlkunni bregður við að spegla sig í augum móður sinnar. Hún áttar sig á því hve dýrmætt það er að vera eins og maður er, sannur sjálfum sér. Gjöful voru sporin en brautin ekki bein. Því lengri för sem er farin, því sætari er ferðin heim, að hvíla lítið hjarta í móðurhöndum tveim. Stúlkan sleppir snarlega takinu af nýju eiginleikunum sínum og velur að vera hún sjálf. Það er líka sérstakt því það er enginn annar sem getur það. Það er undursamlegt og töfrandi, vel geymt leyndarmál, sem deila má með smárri sál.

Að lokinni sýningu verða kenndar danshreyfingar fyrir þá sem vilja.

Hreyfingarnar í verkinu voru unnar í samstarfi við dansarana og Þyri Huld Árnadóttur sem einnig aðstoðaði við búningagerð.

Listrænir stjórnendur

 • Hugmynd & danshöfundur

  Inga Maren Rúnarsdóttir
 • Sviðsmynd & búningar

  Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
 • Dansarar

  Stúlka: Charmene Pang
  Móðir & svanur: Halla Þórðardóttir
  Slanga, héri & könguló: Ásgeir Helgi Magnússon
 • Myndahöfundur: Sýningaskrá, sviðsmynd & veggspjald

  Auður Þórhallsdóttir
 • Búningagerð

  Alexía Rós Gylfadóttir
 • Lýsing

  Pálmi Jónsson
 • Hljóð

  Baldvin Þór Magnússon
 • Ljósmyndir

  Hörður Sveinsson