Borgarleikhúsið

Dúkkuheimili, annar hluti

 • Nýja sviðið
 • 2 klst., eitt hlé
 • Verð: 6.550 kr.
 • Sýningum lokið
 • Sýningum á Dúkkuheimili, annar hluti er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.

Í lokasenu Dúkkuheimilis, byltingarkenndu verki Ibsens frá 1879, tekur Nóra Helmer þá ögrandi ákvörðun að fara frá eiginmanni sínum og börnum og hefja nýtt líf án þeirra.

Dúkkuheimili, annar hluti

Velkomin heim, Nóra!

Í lokasenu Dúkkuheimilis, byltingarkenndu verki Ibsens frá 1879, tekur Nóra Helmer þá ögrandi ákvörðun að fara frá eiginmanni sínum og börnum og hefja nýtt líf án þeirra. Þessi hápunktur verksins – þegar Nóra skellir aftur hurðinni á það líf sem hún hefur fram að því lifað – þeytti evrópsku leikhúsi og samfélagsumræðu inn í nútímann. Í Dúkkuheimili, 2. hluta, hefur þó nokkur tími liðið frá brottför Nóru. Núna er bankað á þessar sömu dyr - Nóra er snúin aftur. Hvers vegna? Hvaða áhrif mun það hafa á þau sem hún skildi eftir? Hverjar verða afleiðingarnar? Hvar hefur hún verið?

Leikritið er hnyttin rannsókn á samskiptum, hlutverkum kynjanna og ólíkum hugmyndum um ástina, hjónabandið og skuldbindingar. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Hilmir Snær Guðnason leika aðalhlutverkin eins og í Dúkkuheimili Ibsens sem sló í gegn í Borgarleikhúsinu ekki alls fyrir löngu.

Dúkkuheimili, 2. hluti, var tilnefnt til 8 Tony-verðlauna árið 2017, meðal annars sem besta leikritið. 

Dúkkuheimili, annar hluti - stikla Dúkkuheimili, annar hluti - viðtöl

Gagnrýni

Óumdeilanlegt er þó að uppsetning Borgarleikhússins er einstakt og frumlegt sviðslistaverk sem ástæða er að gefa sérstakan gaum.

HA. Menningin.

Dúkkuheimili, 2. hluti er djarft tiltæki hjá Lucasi Hnath og verulega gaman að það skuli hafa tekist svona vel bæði hjá honum og listamönnum Borgarleikhússins.

SA. TMM.

Þvílíkt rifrildi hef ég sjaldan séð á sviði – það var sterkt. Raunar var allt samspil þessara stórleikara (Unnar Aspar og Hilmis Snæs) frábært.

DK. Hugrás.


Leikarar

 • Ebba Katrín Finnsdóttir
 • Hilmir Snær Guðnason
 • Margrét Helga Jóhannsdóttir
 • Unnur Ösp Stefánsdóttir

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Lucas Hnath

 • Þýðing

  Salka Guðmundsdóttir
 • Leikstjórn

  Una Þorleifsdóttir
 • Leikmynd

  Börkur Jónsson
 • Búningar

  Stefanía Adolfsdóttir
 • Lýsing

  Björn Bergsteinn Guðmundsson
 • Tónlist

  Una Sveinbjarnardóttir
 • Danshöfundur

  Sveinbjörg Þórhallsdóttir
 • Leikgervi

  Guðbjörg Ívarsdóttir
 • Hljóð

  Garðar Borgþórsson