Dúkkuheimili


Svið
Stóra svið    
Verð
5.500 kr    

Borgarleikhúsið opnar kl. 18:30 fyrir sýningar og er meðal annars boðið upp á tónlist, kokteila og smárétti á Leikhúsbarnum. Panta þarf mat með dags fyrirvara. Sjá nánar hér

Myndir úr sýningunni

Nóra er ein þekktasta kvenhetja leiklistarinnar. Hún býr á venjulegu heimili ásamt eiginmanni sínum Þorvaldi og þremur börnum. En Nóra á sér leyndarmál sem enginn má komast að, allra síst Þorvaldur. Í augum hans er álit samfélagsins á honum og fjölskyldu hans mikilvægara en allt annað. Komist upp um leyndarmálið gæti það á svipstundu rústað hamingju fjölskyldunnar. Nóra stendur frammi fyrir erfiðu vali: Að þrauka áfram í þrengslum dúkkuheimilisins eða rjúfa múrinn og yfirgefa eiginmann og börn.  Dúkkuheimili, er stórbrotið leikverk sem allir núverandi og fyrrverandi makar ættu að sjá og ekki síður þeir sem hyggja á sambúð - eða hafna henni.

Henrik Ibsen skrifaði Dúkkuheimili árið 1879 og tryggði verkið honum ekki einungis heimsfrægð heldur stendur það enn í dag sem helsta verk leiklistarsögunnar sem flettir ofan af stórri lífslygi. Með glöggskyggni sinni og næmi fyrir mannlegum tilfinningum skoðar hann líf í hjónabandi, grundvöll þess og innihald.

Úr gagnrýni 

„Mikill leiksigur hjá Unni Ösp" - ÁG – Listaukinn  

„Dúkkuheimili er bæði fersk og djörf. Hér er á ferðinni sýning sem enginn leikhúsunnandi ætti að láta framhjá sér fara." SBH – Mbl 

„Leikmyndin er stórvirki. Ilmur Stefánsdóttir á mikið hrós skilið" SJ – Fbl 

„Mögnuð sýning sem á fullt erindi við samtímann." BL – Pressan